*

þriðjudagur, 22. september 2020
Erlent 11. júní 2020 15:54

Grubhub snýr baki í Uber

Just Eat Takeaway hefur náð samkomulagi um yfirtöku á Grubhub og er samningurinn er metinn á 7,3 milljarða dollara.

Ritstjórn
epa

Heimsendingarfyrirtækin Grubhub og Just Eat Takeaway.com hafa komist að samkomulagi um samruna. Hið nýja félag mun starfa sitt hvorum megin við Atlantshafið en Grubhub er starfrækt í Bandaríkjunum og Just Eat víðs vegar um Evrópu. 

Grubhub hafði verið í viðræðum við Uber í nokkrar vikur en þær runnu út í sandinn þar sem ekki náðist sátt um samkeppnismál að því er kemur fram í frétt WSJ.

Við samrunann fá hluthafar Grubhub 0,671 hluti í Just Eat fyrir hvern hlut í Grubhub sem stendur nú í 62,5 dollurum. Miðað við lokaverð markaða á þriðjudaginn var verðmæti Grubhub um 7,3 milljarðar dollara. Hlutabréf Grubhub hafa hækkað um 7% á síðustu tveimur dögum en Just Eat hefur lækkað um tæp 15% á sama tíma. 

Just Eat, sem stofnað var af fimm Dönum hefur árið 2000, tilkynnti í júlí á síðasta ári um samruna við hollenska fyrirtækið Takeaway.com og úr varð fyrirtækið Just Eat Takeaway.com. Samruninn var staðfestur af breska samkeppniseftirlitinu þann 22. apríl síðastliðinn. 

Markaðurinn fyrir heimsendingar matvæla er hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum en samkeppnin er mikil. Grubhub sem stofnað var árið 2014 var um tíma leiðandi á markaðinum í Bandaríkjunum og eina fyrirtækið á honum sem skilaði hagnaði. Í dag er fyrirtækið DoorDash leiðtogi markaðarins í Bandaríkjunum.  

Stikkorð: Uber Uber Eats Grubhub Just Eat Takeaway.com DoorDash