Yfirvöld í S-Kóreu rannsaka nú hvort þarlendir bankar hafi gerst sekir um að hafa með ólöglegum hætti haft áhrif á vexti þar í landi með svipuðum hætti og gerðist með Libor vextina í Bretlandi.

Í frétt BBC segir að Kookmin, Shinhan og Hana bankarnir séu meðal þeirra sem til rannsóknar eru. Fjármálafyrirtæki í S-Kóreu eiga að tilkynna tvisvar á dag hvaða kjör eru á innlánsskýrteinum, en umtalsverður eftirmarkaður er með skýrteinin í S-Kóreu.

Útlán til einstaklinga eru oft tengd þessum vöxtum og því hagnast bankarnir á því ef vextir á þeim eru háir. Eru þeir grunaðir um að hafa haldið þeim hærri en þeir hefðu ella verið.