„Ég vakna aldrei seinna en kl. 6 á morgnana. Ef ég fer í ræktina eða sund áður en ég fer í vinnu, eins og ég reyni að gera þrisvar í viku, þá vakna ég fyrr,” segir Guðmund­ur Benedikt Þorsteinsson, ör­yggisfulltrúi hjá Alcoa – Fjarða­áli. Guðmundur Benedikt býr í Neskaupstað ásamt konu sinni, Kristínu Ellu Guðmundsdótt­ur, og þremur börnum, Ásrúnu Ingibjörgu, fimm ára, Benedikt Helga, þriggja ára og Friðriku Maríu, 7 mánaða.

Guðmundur Benedikt tekur rútu í vinnuna á hverjum ein­asta morgni: „Rútan sem flytur mig yfir Oddsskarðið fer samviskusamlega klukkan 06.50 af stað. Kristín Ella sér þess vegna um að ræsa börnin og koma þeim öllum á þrjá mismunandi staði áður en hún getur farið að sinna náminu sínu, en hún er að klára þroskaþjálfanám í fjar­ námi við Háskóla Íslands. Ás­rún Ingibjörg er á leikskólanum inni í sveit, Benedikt Helgi er á leiksólanum inni í bæ, og þá morgna sem tengdamamma er í fríi fer Friðrika María þangað í pössun.”

Yfir vetrartímann er nán­ast alltaf snjór á Oddsskarðinu að sögn Guðmundar Benedikts nema þegar það er hálka: „Menn eru alveg hættir að vera hræddir við þessa leið, en það er líklega bara vegna þess að við erum orðin svo vön þessu. Í fyrrasumar komu systir mín og mágur í heimsókn og þau voru dauðskelkuð að keyra þetta. Þau ættu bara að prófa það í 25 metr­um og hálku."

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Orka og iðnaður, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Kristín Ella, Ásrún Ingibjörg, Benedikt Helgi og Friðrika María.
Kristín Ella, Ásrún Ingibjörg, Benedikt Helgi og Friðrika María.