*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 9. ágúst 2018 09:46

Guðmundur í formann Neytendasamtakanna

Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hyggst bjóða sig fram sem formann Neytendasamtakanna.

Ritstjórn
Guðmundur Hörður Guðmundsson sat í stjórn Neytendasamtakanna frá 2012 til 2014.
Aðsend mynd

Guðmundur Hörður Guðmundsson hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram sem formaður Neytendasamtakanna. Guðmundur sat í stjórn samtakanna frá 2012 til 2014. Áður var hann formaður Landverndar.

Guðmundur mun bjóða sig fram á þingi Neytendasamtakanna sem fer fram þann 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár. Á þessum tímapunkti eigum við að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum.“ segir Guðmundur.

Meðal þess sem Guðmundur segist ætla að leggja áherslu á, verði hann kjörinn, er andstaða við hækkanir á neyslusköttum, barátta fyrir því að matvæli fari aftur í 7% virðisaukaskattþrep, vönduð umfjöllun um netviðskipti, andstaða við ofvexti bankakerfisins, að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja, og aukið samstarf við ýmsa aðila.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is