*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 11. ágúst 2016 09:51

Guðmundur Steingrímsson hættir í haust

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki í framboð í næstu Alþingiskosningum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að bjóða sig fram í kosningum til Alþingis í haust. Greinir hann frá þessu á Facebook síðu sinni.

Færslan hljóðar svo í heild sinni:

Gott fólk!

Eftir góða íhugun og samtöl við mína nánustu í sumarblíðunni hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram í kosningunum í haust. Þetta er búinn að vera viðburðarríkur sprettur og ómetanleg reynsla að hafa gegn þingmennsku á þessum krefjandi árum frá hruni. Ég er ánægður með það sem ég hef komið í verk. Vonandi ná sem flestar víðsýnar, bjartar og frjálslyndar manneskjur kjöri á þing. Hugsjónin lifir. Nú langar mig að fara að gera aðra hluti, beita mér á annan hátt. Takast á við nýjar áskoranir. Það er hollt fyrir heilann að breyta til, segja þeir.