Fatahönnuðirnir Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir hafa gert samning um kaup á öllum hlutabréfum í hinu ameríska merki Freebird sem þau hafa starfað hjá á siðustu misserum.

Freebird mun eftir sem áður vera með höfuðstöðvar í New York og þaðan verður uppbyggingu merkisins haldið áfram í Ameríku en jafnframt verður mun meiri áhersla lögð á Evrópumarkaðinn.

Samhliða þessu hefur Freebird gert umboðs- og drefingasamninga í Englandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á Spáni á síðustu vikum.

Í kjölfar breytinganna hafa Gunnar og Kolbrún keypt helmingshlut í Tiia ehf sem er sérleyfishafi Freebird á íslandi og rekur Freebird verslunina að Laugarvegi 46. Sá hlutur er keyptur af Eydísi Björg Sæmundsdóttur og Hólmgeiri Hólmgeirssyni. Eydís og Hólmgeir munu eftir sem áður sjá um rekstur verslunar Freebird á Íslandi.