Framleiðsla á evrusvæðinu dróst hratt saman í júlí og hefur ekki minnkað jafn hratt undanfarin þrjú ár. Fyrirtæki á svæðinu eru að draga saman seglin og skera niður sem þýðir fleiri uppsagnir. Írland var eina landið sem jók framleiðslu sína. Verð á aðföngum lækkaði hinsvegar sem lækkar kostnað fyrirtækjanna.

Mest var um uppsagnir í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni í mánuðinum. Þetta kemur fram á vef BBC.