Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytt vaxtarkjör í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eina prósentu á miðvikudaginn síðasta. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka hækka um 1,0 prósentustig og verða 6,65% fyrir grunnlán. Breytingarnar taka gildi þann 1. júlí næstkomandi.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,3 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig.

Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,85 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra lána til fimm ára hækka um 0,4 prósentustig.

Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um allt að 1,0 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,3 prósentustig.

Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 1,0 prósentustig. Breytilegir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,60 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 1,0 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 1,0 prósentustig.