Verkefni tengt Smáralind og lögreglunni í Kópavogi til þess að bregðast við tíðni búðaþjófnaða hefur skilað frábærum árangri segir í fréttabréfi SVÞ. Svo mjög að þjófnuðum hefur fækkað um 40%.

Í fréttabréfinu kemur fram að forvarnarfulltrúi bæjarins, Anna Elísabet Ólafsdóttir, hefur farið með fræðslu í grunnskóla um þjófnaði og afleiðingar þeirra. Gefnir hafa verið út tveir bæklingar, annar ætlaður nemendum og hinn foreldrum barna sem hafa verið staðin að þjófnaði. Í Smáralind hefur þjófnuðum fækkað um 40% og er þessu átaki þakkaður árangurinn segir í fréttabréfinu.