Fjárfestingarfélagið Tækifæri, sem er í eigu KEA, Akureyrarbæjar og Lífeyrissjóðsins Stapa, hefur sýnt áhuga á að kaupa fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri.

Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins ( RÚV ) að fyrirtækið hafi verið sett í söluferli en Þorvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins, lést í enda júní.

N4 hefur verið starfrækt í um 14 ár. Það gefur út prentaða dagskrá Norðurlands og sjónvarpsstöð auk þess að starfrækja hönnunar- og framleiðsludeildir sem framleiða innlent sjónvarpsefni, kynningar- og auglýsingaefni.