Gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar náði enn á ný nýjum hæðum. Velta með bréfin nam 235,5 milljónum króna í dag og hækkaði gengið um 0,95%. Það endaði í 21,2 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Hlutabréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni um miðjan desember á genginu 13,5 krónur á hlut og hefur það hækkað um 57% síðan þá.

Á sama tím ahækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 2,17% og gengi bréfa Marel um 0,39%.

Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði hins vegar um 1,08% og endaði það í 10,05 krónum á hlut.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,82% í dag og endaði vísitalan í 979,7 stigum.