*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Erlent 29. október 2013 08:08

Hagnaður Apple dregst saman

Á meðan sala á iPhone-símum eykst hefur hægt á sölu á spjaldtölvum og fartölvum.

Ritstjórn
Nýir iPhone-símar frá Apple.

Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um 7,5 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi. Þetta jafngildir rúmum 899 milljörðum íslenskra króna og er það umfram væntingar greiningaraðila. Á hinn bóginn er þetta samdráttur því hagnaður Apple nam 8,2 milljörðum dala á fjórða ársfjórðungi í fyrra.

Þá námu Apple 37,5 milljörðum dala á fjórðungnum sem er 1,5 milljörðum dölum meira en á sama tíma í fyrra. 

Bandaríska dagblaðið The New York Times segir um uppgjörið sölu Apple á iPhone-símum hafa aukist mikið. Það skýrist m.a. af því að nýir iPhone-símar hafi komið á markaðinn af færibandi Apple í síðasta mánuði. Á sama tíma var engin breyting á sölu iPad-spjaldtölva. Sala á fartölvum Apple dróst hins vegar saman á milli ára. 

Blaðið bendir á það i umfjöllun sinni fjárfesta hafa áhyggjur af hægari vexti Apple en áður. 

Stikkorð: iPad Apple iPhone