*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 14. janúar 2014 14:18

Hagnaður JP Morgan minnkar vegna Madoffs

Í uppgjöri JP Morgan kemur glöggt fram hve dýr málaferli vegna aðildar bankans að málum Madoff hafa verið.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagnaður JP Morgan Chase var minni á síðasta mánuði en vænst hafði verið. Ástæðan, eftir því sem fram kemur á vef BBC, er kostnaður vegna málaferla sem tengjast svikum Bernies Madoff. 

Hagnaður dróst saman um 7,3% á fjórða fjórðungi. Hann var 5,7 milljarðar dala en fór í 5,3 milljarða. Bankinn segir í tilkynningu að einskiptiskostnaður hafi dregið úr hagnaði bankans eftir skatta um 1,1 milljarð dala. 

JP Morgan var aðalviðskiptabanki Madoffs og hafði viðskiptasambandið náð til ársins 1980. Í síðustu viku samþykkt JP Morgan að greiða 2,6 milljarða til að ná fram sáttum vegna aðildar sinnar að málum Madoff.

Madoff afplánar nú 150 ára fangelsisdóm vegna fjársvika. 

Stikkorð: JPMorgan Chase
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is