Hagnaður varð af rekstri Lauga ehf. árið 2013 sem nam 16,8 milljónum króna. Er þetta töluverður samdráttur frá því árinu áður þegar félagið hagnaðist um 147,2 milljónir króna. Það sem einna helst skýrir mismuninn er gengismunur á árinu 2012 um 130 milljónir króna og vaxtagjöld árið 2013 um 245 milljónir króna. Tekjur félagsins námu 1,2 milljörðum króna og jukust um 4% á milli ára en hagnaður fyrirfjármunatekjur og fjármagnsgjöld árið 2013 nam 261 milljón króna og var árið áður 17,2 milljónir.

Eignir félagsins í árslok 2013 námu 3,6 milljörðum króna og eigið fé á sama tíma var neikvætt sem nemur 91,2 milljónum króna. Þrír stærstu hluthafar Lauga eru Hafdís Jónsdóttir, Sigurður Leifsson og Björn Kr. Leifsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri félagsins.