*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 2. september 2020 09:11

Hagnaður Logos dróst saman um fimmtung

Tap var á rekstri dótturfélags Logos í Bretlandi, en heildarhagnaður stærstu lögmannsstofu Íslands nam 372 milljónum.

Ritstjórn
Þórólfur Jónsson er ramkvæmdastjóri Logos.
Haraldur Guðjónsson

Logos, stærsta lögfræðistofa landsins hagnaðist um 372 milljónir króna á síðasta ári, sem er fimmtungssamdráttur frá árinu áður, þegar hann nam 469 milljónum króna. Munurinn er því 97 milljónir króna að því er Fréttablaðið greinir frá.

Tekjurnar drógust saman um 9% milli ára og fóru niður í 1,9 milljarða, en rekstrargjöldin lækkuðu um 3% og fóru niður í rétt rúmlega 1,3 milljarða.

Launagreiðslur til starfsmannanna 60 námu 780 milljónum króna, en árið 2018 var starfsmannafjöldinn 75. Hluthöfum fjölgaði hins vegar um einn, upp í 18 talsins, og var því hagnaðurinn tæplega 21 á hvern, en var 28 milljón á mann árið 2018.

18 milljóna króna tap var á rekstri dótturfélaga félagsins, miðað við 54 milljóna króna hagnað árið 2018, en félagið rekur Logos Legas Services í Bretlandi. Þórólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Logos.