Hagnaður leikjatölvurisans Nintendo nam um 77 milljörðum jena í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Það er um 66% minna en félagið hagnaðist um árið 2009. Helstu orsakir fyrir lakari afkomu er minni sala og sterkt gengi japanska jensins.

Í tilkynningu um afkomuna tilkynnir Nintendo að jarðskjálftinn í Japan fyrr á árinu hafi ekki nein bein áhrif á reksturinn. Þá tilkynnti félagið einnig að það hyggst kynna erfingja Wii leikjatölvunnar árið 2012.

Í frétt BBC segir að aukin samkeppni frá snjallsímaframleiðendum geri Nintendo erfiðara fyrir, en meðal leikjatölva sem Nintendo gera eru lófaleikjatölvur.