Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. hagnaðist um tæplega 144 milljónir króna á síðasta ári. Mikil aukning varð á hagnaði fyrirtæksins milli ára, en ári fyrr hagnaðist það um 96 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður fyrirtæksins nam rúmlega 180 milljónum króna á árinu og jókst um 46 milljónir króna milli ára. Eignir félagsins námu 356 milljónum króna í árslok. Þar af nam handbært fé 261 milljón króna og kröfur á tengd félög 67 milljónum króna.

Skuldir félagsins námu 86 milljónum króna í lok ársins. Eigið fé nam því 270 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið 76%.

Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að hagnaður ársins verði fluttur til næsta árs. Einar Björn Einarsson er eini eigandi fyrirtækisins.