*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 26. nóvember 2011 08:18

Hagnast á höftunum

Erlendir aflandskrónueigendur hafa frá setningu gjaldeyrishaftanna getað hagnast á því að fara inn og út um gjaldeyrishöftin.

Hallgrímur Oddsson
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu Áætlun um afnám hafta í mars síðastliðnum. Stefnt er að því að afnema höftin í skrefum og voru næstu skref kynnt síðastliðinn föstudag. Ljóst er að einhverjir ha
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eigendur aflandskróna hafa frá setningu gjaldeyrishafta getað hagnast með því að skipta greiðslum af íbúðabréfum í erlendan gjaldeyri, kaupa síðan aflandskrónur að nýju fyrir gjaldeyrinn og fjárfesta aftur í skuldabréfunum.

Viðskiptablaðinu er kunnugt um að þetta hafi verið gert í nokkrum mæli, þótt þessi „hringur“ sé nú svo til liðinn undir lok. Þeir sem þetta gerðu högnuðust því fyrst og fremst á muni á skráðu seðlabankagengi og aflandsgengi krónunnar, sem hefur verið tugum prósentum veikara.

Allt frá setningu gjaldeyrishaftanna í nóvember 2008 hefur erlendum eigendum Íbúðabréfa (HFF) útgefin af Íbúðalánasjóði verið heimilt að skipta greiðslum af bréfunum í erlendan gjaldeyri. Þar sem um er að ræða jafngreiðslubréf er heimilt að fara út með bæði höfuðstólsgreiðslu og vaxtagreiðslu, en í tilviki ríkisbréfa (RIKB) er einungis um vaxtagreiðslur að ræða. Því hefur einkum og sér í lagi stysti flokkur íbúðabréfa, HFF 14, verið vinsælastur til þess að skipta aflandskrónum í erlendan gjaldeyri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: gjaldeyrishöft