Franski bankinn Crédit Agricole, stærsti banki Frakklands á viðskiptabankamarkaði, kynnti nýlega uppgjör sitt fyrir 2. fjórðung þessa árs. Hagnaður bankans dróst saman um 94% og um leið og uppgjörið var kynnt var tilkynnt um 1,34 milljarða evra afskriftir til viðbótar.

Crédit Agricole hefur orðið verst úti af frönskum bönkum vegna lánsfjárkreppunnar og hefur afskrifað lán að andvirði 6,5 milljarða evra hingað til. Þar af eru 2 milljarðar til komnir vegna bandarískra undirmálslána.

Hagnaður bankans á 2. fjórðungi nam 76 milljónum evra en var 1,3 milljarðar evra á sama tíma í fyrra.

Nýlega lauk 3,7 milljarða evra hlutafjáraukningu Crédit Agricole.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph.