Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem kynnt var í dag verður yfir 8 milljarða króna hagnaður fyrir skatta fyrstu 9 mánuði ársins hjá FL Group. Þetta er besti árangur félagsins frá upphafi. Heildarvelta rekstrarfélaga FL Group verður um 100 milljarðar króna eftir kaupin á Sterling.

FL Group og Kaupþing banki hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf um flugvélaleigu. FL Group mun tryggja sér 3,5-4,5 milljarða króna söluhagnað náist endanlegir samningar í samræmi við viljayfirlýsingu. Það er líklega söluhagnaður af kaupum á 737 vélum frá Boeing sem greint var frá fyrr á árinu en þá var rætt um að vélarnar væru keyptar undir markaðsvirði. Leigusamningur um fjórar flugvélar hefur verið undirritaður við Hainan Airlines í Kína.

Einnig er ætlunin að leggja aukna áhersla á alþjóðlegt fraktflug ? félagið leigir tvær Boeing 747-400ERF með afhendingu 2007 og 2008. Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að þetta marki upphaf sóknar FL Group í fraktflugi á Asíumarkaði.