Manchester United skilaði 46 milljónum punda í hagnað á rekstrarárinu sem endaði í júní 2005. Þetta er 12,3 milljóna punda lægri hagnaður en rekstrarárið á undan. David Gill, fostjóri United segir ástæður minnkandi hagnað vera lægri tekjur af sjónvarpsrétti.

Þrátt fyrir lækkandi hagnað segir forstjórinn að Malcolm Glazer nýr eigandi liðsins, sé sáttur við afkomuna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Á rekstrarárinu, en niðurstöðu þess verða kynntar nánar í dag, greiddi United 2,2 milljónir punda til umboðsmanna, þar af 1,5 milljónir vegna kaupanna á Wayne Rooney frá Everton.

David Gill segir að reksturinn á þessi ári eigi að ganga vel og að hagnaðurinn verði yfir 50 milljónir punda.