Hagnaður svissneska lyfjafyrirtækisins Novartis jókst um 12% á þriðja ársfjórðungi, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður fyrirtækisins nam 1,87 milljörðum bandaríkjadala, samanborðið við 1,67 milljarða á sama tímabili árið 2005.

Greiningarðilar höfðu spáð því að hagnaður myndi aukast um 6,4%, í 1,77 milljarða bandaríkjadala.

Lyfjasala fyrirtækisins jókst um 13% á tímabilinu, helst í hjarta- og æðalyfjum, krabbameinslyfjum og taugalyfjum.