Hagnaður af rekstri Sjóvár jókst í 4,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins úr 1,7 milljörðum á sama tíma í fyrra, segir í fréttatilkynningu.

Rekstrarkostnaður lækkaði um 30% á tímabilinu og tap af vátryggingastarfsemi félagsins að frádregnum fjárfestingartekjum dróst saman í 271 milljón í úr 1,12 milljörðum, segir í tilkynningunni.

?Mesti ávinningurinn í starfseminni hjá Sjóvá er klárlega lækkun rekstrarkostnaðar," segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár.

?Vonbrigðin eru hins vegar aukin tjón á ökutækjum en tjónabætur fyrstu sex mánuði ársins eru um 10% hærri en iðgjöld í ökutækjatryggingum félagsins" segir Þór.

Í tilkynningu félagsins segir að halli hefur verið á vátryggingarekstrinum um árabil en viðsnúningur er að verða í þeim efnum.

Fjárfestingarstarfsemi félagsins gekk vel á fyrri hluta ársins og þrátt fyrir lækkun á hlutabréfamarkaði hefur félagið náð góðri ávöxtun á tímabilinu, segir í tilkynningunni.