Hagnaður Sorpu b.s. á árinu 2006 nam 10 milljónum króna en var 54,7 milljónir króna árið 2005. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 178,2 milljónum króna á árinu 2006 en var 166,2 milljónir króna á árinu 2005.

Rekstrartekjur samlagsins námu 1.694,7 milljónir króna árið 2006 samanborið við 1.498,8 milljónir króna árið 2005 sem er 13,0% hækkun. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða voru 1.516,4 milljónir króna samanborið við 1.332,7 milljónir króna 2005 og er hækkunin 13,8%.

Heildareignir samlagsins 31. desember 2006 námu 1.793 milljónir króna og heildarskuldir 859,6 milljónir króna. Eigið fé 31. desember 2006 var 933,6 milljónir króna og hafði aukist um 13,5 milljónir króna. frá því í upphafi árs. Eiginfjárhlutfall var um 52% en var í lok síðasta árs um 58%.

Handbært fé frá rekstri á árinu 2006 var 91,9 milljónir króna en var árið 2005 172,4 milljónir króna. Veltufjárhlutfall í árslok 2006 var 1,05. Fjárfestingarhreyfingar ársins 2006 námu 177 milljónum króna. og fjármögnunarhreyfingar tæpar 104 milljónir króna.