Hagvöxtur mældist aðeins 1,3% í stað 1,7% eins og búist var við á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Mestu munar um að einkaneysla og fjárfesting í atvinnulífinu reyndust minni en búist var við og bættist það við þurrka í Miðvesturríkjunum. Þetta er þvert á væntingar um óbreyttar tölur á milli fjórðunga. Þetta er talsverður skellur frá fyrstu þremur mánuðum ársins þegar hagvöxtur mældist 2%.

Netmiðillinn MarketWatch hefur eftur Jim Baird, sérfræðingi hjá bandaríska fjármála- og ráðgjafafyrirtækinu Plante Moran, niðurstöðuna varpa ljósi á veika stöðu bandarísks efnahagslífs.