Hagvöxtur í Ástralíu á þriðja ársfjórðungi jókst um 0,3% samanborið við annan ársfjórðung. Á ársgrundvelli nemur hagvöxturinn 2,7%. BBC News greinir frá þessu.

Niðurstöðurnar valda nokkrum vonbrigðum, en sérfræðingar höfðu búist við 0,7% vexti frá fyrri ársfjórðungi og 3,1% hagvexti á ársgrundvelli. Það gekk hins vegar ekki eftir og féll gengi ástralska dollarans í sitt lægsta gildi í fjögur ár við tíðindin.