Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í Tyrklandi jókst um 6,8%, sem var um þriðjungi meira heldur en hagfræðingar höfðu að meðaltali gert ráð fyrir. Ef áframhald verður á þessari þróun á árinu mun hagvöxtur í Tyrklandi verða umtalsvert meiri heldur en markmið stjórnvalda um að stefna að fimm prósent vexti.

Helstu ástæðurnar fyrir þessum aukna hagvexti eru sagðar vera aukinn útflutningur iðnaðarfyrirtækja og opinberra útgjalda, sem vegur upp á móti samdrætti í einkaneyslu almennings. Sérfræðingar segja að ef hagvöxtur á árinu verði í kringum 6,5% muni það minnka verulega líkurnar á því að Seðlabanki Tyrklands lækki stýrivexti. Bankinn hækkaði síðastliðið sumar stýrivexti upp í 17,5%, en verðbólga í Tyrklandi mælist um þessar mundir 9,2%.