Áætlaður kostnaður við háhraðalestina milli Los Angeles og San Fransisco hefur margfaldast frá því framkvæmd hennar var samþykkt árið 2008. New York Times fjallar um málið.

Lestin verður fyrsta háhraðalestin í Bandaríkjunum. Japanir fóru sína fyrstu ferð í slíkri lest árið 1964 milli Tokyo og Shin-Ōsaka og hafa byggt afar gott lestarkerfi. Kínverjar hófu sömu vegferð árið 2008 og hafa síðan þá lagt 40.000 kílómetra af lestarteinum.

Lestin í Kaliforníu verður 840 kílómetra löng. Að auki er á teikniborðinu tveir kaflar í viðbót, til San Diego og Sacramento, en þeir hafa ekki verið samþykktir.

Flókin framkvæmd

Það lá fyrir í upphafi að framkvæmdin yrði flókin, upp brattar brekkur og með mörgum löngum jarðgöngum. En verkefnið hefur breyst töluvert frá árinu 2008 þar sem pólitísk öfl hafa haft áhrif leiðina sem lestin átti að fara. Þetta hefur aukið kostnaðinn.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði