Skýr tengsl eru á milli byggingar á skýjakljúfum og hruns á fjármálamörkuðum, að því er segir í nýrri skýrslu Barclays Capital. Segir þar að þegar bygging á skýjakljúfum fer fram úr því sem venjulegt getur talist í viðkomandi hagkerfi sé það oft merki um að hagkerfið sé komið út af sporinu og að fjármagni sé veitt í óhagkvæmar áttir með þeim afleið-ingum að fjármálakerfið hrynur. Má því segja að bygging háhýsanna í Borgartúninu árin fyrir hrun hafi getað gefið ákveðnar vísbendingar til þeirra sem höfðu augu