Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 91 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, samanborið við 61,1 milljarða árið 2005, segir í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans.

Á árinu 2006 í heild var viðskiptajöfnuður óhagstæður um 305,4 milljarða króna, samanborið við 164,8 milljarða króna árinu áður, en halli var á öllum liðum viðskiptajafnaðar, vöru, þjónustu, þáttatekna og rekstrarframlaga.

Hreint fjárinnstreymi nam 405,7 milljörðum króna á árinu, brúttóinnstreymi fjár nam 1.796 milljörðum króna og brúttóinnstreymi 1.390 milljörðum króna.

Beinar erlendar fjárfestingar hér á landi námu 226 milljörðum króna og beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis námu 293 milljörðum króna.