Fyrirtæki og stofnanir munu í dag baða byggingar sínar í bláu ljósi sem mun lifa út aprílmánuð til að vekja fólk til vitundar um einhverfu.

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir vitundarvakningunni hér á landi og hefst styrktarsöfnun félagsins formlega í dag.

Safnað verður fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu sem og félagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu.

Meðal þeirra sem taka þátt eru Harpa, Bessastaðir, Ráðhúsið, Landspítalinn, Smáralind, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Hellisheiðarvirkjun, Orkuveitan, Orka náttúrunnar, Securitas, Vegagerðin og Kópavogskirkja.