HB Grandi hagnaðist um 37,3 milljónir evra á síðasta ári, jafnvirði um 6,2 milljarða króna. Hagnaðurinn árið 2010 var 7,8 milljónir evra.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 56,2 milljónir evra á síðasta ári. Félagið birti ársreikning sinn á föstudag fyrir viku.

Heildareignir námu 322,9 milljónum evra í árslok, eða um 54 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfallið var 54,4% við áramót. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður sem nemur 40% af nafnverði hlutafjár, sem samsvarar um 11,3% af hagnaði ársins 2011. Arðgreiðslan nemur þá 679 milljónum króna. Tveir af 593 hluthöfum áttu meira en 10% hlutafjár í árslok. Það voru Vogun sem átti 40,3% og Arion banki sem átti 33,2%.

HB Grandi
HB Grandi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Firsku á færibandi HB Granda.