Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að nefnd um skuldaniðurfærslu húsnæðisskulda miði vel. Þetta sagði forsætisráðherrann í stefnuræðu sinni í kvöld.

„Það er ljóst að aðgerðirnar fela í sér einhverjar umfangsmestu umbætur sem ráðist hefur veirð í um áratugaskeið,“ sagði Sigmundur Davíð.

Þá sagði Sigmundur Davíð að ríkið hefði átt að vera löngu búið að leggja á bankaskatt á fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Ávinningur sem fjárfestar hefðu haft af því að kaupa kröfur í föllnu bönkunum væri tilkominn vegna neyðarlaga og gjaldeyrishafta sem sett hafi verið.