*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 11. nóvember 2016 11:19

Heiðar Guðjónsson vinnur í hæstarétti

Félag Heiðars Guðjónssonar fjárfestis, Úrsus ehf, vinnur mál gegn Ursus Maritimus Investors ehf. vegna notkunar á nafni og merki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fyrirtæki Heiðars Guðjónssonar fjárfestis, Úrsus ehf., hefur unnið mál fyrir hæstarétti gegn fyrirtækinu Ursus Maritimus Investors ehf. í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis, vegna notkunar á nafninu Ursus og myndmerkis af Ísbirni sem bæði félögin notuðu til auðkenningar.

Úrsus ehf. fyrirtæki Heiðars krafðist þess að síðarnefnda fyrirtækinu yrði gert að fella úr firmaheiti sínu orðið Ursus og það yrði afmáð úr hlutafélagaskrá að viðurlögðum dagsektum.

Hæstiréttur úrskurðar að félagið UMI eigi að hætta notkun nafnisins Ursus, myndmerkisins auk þess að greiða 800 þúsund króna málskostnað stefnanda, Úrsus ehf. Ef ekki verði farið að úrskurðinum þurfi að greiða dagsegtir innan eftir 30 daga frá uppkvaðningu.

Hætta á ruglingi og að félögin yrðu tengd saman

Byggir krafan á því að félagið UMI ehf. hafi sama nafn að hluta til, nýti svipað myndmerki og sé í áþekktri starfssemi og fyrirtæki Heiðars, sem gæti leitti til þess að hætt væri við að þeim eða starfsemi þeirra yrði ruglað saman eða þeir tengdir saman.

Vörn UMI byggist á því að Úrsus ehf. hefði ekki höfðað málið innan málshöfðunarfrests í lögum um einkahlutafélög. Hæstiréttur dæmir hins vegar að samkvæmt stjórnarskrá bæri öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín fyrir dómstóli og í ljósi þeirrar meginreglu bæri að skýra þröngt undantekningar frá henni eins og ákvæði um sex mánaða málshöfðunarfrest.

Félag Heiðars stofnað 2005

Fyrirtæki Heiðars, Ursus ehf var stofnað 28. október 2005 kringum fjárfestingarstarfsemi alls konar, en það fékk nafnið skráð hjá Einkaleyfastofu þann 15. janúar 2010 og hefur haft yfir heimasíðunni ursus.is að ráða síðan 2. júlí 2009.

Auk þess hefur það um áraraðir notað sem myndmerki mynd af Ísbirni með orðinu Ursus.

UMI stofnað 2013

Hins vegar var félagið Ursus Maritimus Investors stofnað árið 2013 Einkaleyfistofa synjaði félaginu í júní 2015 heimild til notkunar nafnsins því heiti fyrirtækjanna og merki stefnda væru mjög svipuð og gæti starfsemi aðilanna skarast. Því yrði að telja að ruglingshætta væri fyrir hendi.

Úrsus ehf, félag Heiðars, stefndi UMI í kjölfar þess að hafa orðið kunnugt um starfssemi síðarnefnda félagsins sumar 2014 þegar fjallað var um umsvif hans í fjölmiðlum, en fyrst hafði félaginu verið sent bréf þar sem óskað var að hann léti af notkun sinni á vörumerkjunum og firmaheitinu.