Heilbrigðiskerfið gæti fengið aukið fjármagn eftir að þingið hefur tekið fjárlögin til meðferðar. Þó verði þingið að vinna innan þess ramma sem markaður hefur verið, þ.e. að enginn halli verði á ríkissjóð svo greiða megi niður skuldir. Þetta sagði Sigmundur Davíð á Rás 1 í morgun.

Hann ítrekaði að niðurskurði í heilbrigðismálum síðustu ára væri lokið og nú yrði þeirri þróun vera snúið við.

Forsætisráðherra telur ekki ólíklegt að vinnu fjárlaganefndar muni einkennast af forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins enda hafi Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, verið mjög afdráttarlaus í þeim efnum.