Heildareignir tryggingarfélaganna námu 157,3 milljörðum króna í lok júní sl. og lækkuðu um 1,8 milljarða króna milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar segir að heildareignir hafa á eins árs tímabili, frá júní í fyrra, lækkað um 24,2 milljarða króna eða 13% en yfir sama tímabil árið áður hækkuðu heildareignir um 46,5 milljörðum króna eða 34%.

Markaðsskuldabréf og víxlar námu 24 milljörðum króna í lok júní og hafa hækkað um 9,9 milljarða króna (71%) frá júnímánuði árið áður.

Hlutabréf lækkuðu í mánuðinum um 0,6 milljarða króna og hafa lækkað um 55,8 milljarða króna (95%) frá júní 2007.

Eigið fé tryggingarfélaga nam 57,4 milljörðum króna í lok júní og hefur dregist saman um 31% frá júní 2007.