Heildarkostnaður lífeyrissjóða við þær aðgerðir sem eru kynntar í viljayfirlýsingu stjórnvalda, lífeyrissjóða, Íbúðalánasjóðs og fjármálastofnana gætu legið á bilinu 10-15 milljörðum króna.

Þetta kom fram í máli Arnars Sigurmundssonar, formanns Landsamtaka Lífeyrissjóða, á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að aðgerðirnar muni ekki leiða til skerðingar lífeyrisréttinda.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að lífeyrissjóðum er óheimilt að fella niður skuldir sjóðsfélaga og geta stjórnendur bakað sér ábyrgð með því að skerða réttindin eins sjóðsfélaga með því að fella niður skuldir annars.