Netið hefur haft fjölmargar breytingar í för með sér, en ætli sú almennasta og víðtækasta — enn sem komið er — sé ekki útbreiðsla félagsmiðla hvers konar. Þeir hafa ekki látið neitt land utan Norður-Kóreu ósnortið, en það segir sína sögu að Facebook er algengasta aðferðin fyrir sýrlenska flóttamenn til þess að hafa samband heim. Úr flóttamannabúðum í borgarastyrjöld!

Þótt ekki liggi fyrir mælingar í öllum löndum, fer heimsveldi Facebook ekki hjá neinum, sem gaumgæfir kortið hér fyrir ofan. Það sýnir hver er vinsælasti félagsmiðillinn í hverju landi, en það er undantekning ef það er ekki Facebook. Sumar eru vissulega mjög mikilvægar, líkt og QZone í Kína og VKontakte í Rússlandi og  helstu nágrannalöndum. Enginn þeirra kemst þó með tærnar þar sem Facebook hefur hælana.