*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2013 15:20

Helgi ætlar að leggja tillögur Samfylkingarinnar í púkkið

Fjármálaráðherra segist sakna þess að sjá ekki tillögur frá stjórnarandstöðunni vegna skuldsettra heimila.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Helgi Hjörvar ætlar að dusta rykið af tillögum Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

„Ég hefði vilja sjá meira innlegg en frá þeim þingflokkum sem standa að ríkisstjórninni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, innti hann eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skuldsettra heimila landsins. Bjarni minnti á að hópur á vegum ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vinni að tillögum til aðgerða gegn skuldavandanum. Tillögunum á að skila fljótlega og sagðist Bjarni ekki hafa séð þær. 

Bjarni sagði stjórnarflokkana hafa eina unnið að tillögum til að leysa skuldavandann og saknaði innleggs frá öðrum flokkum. 

Helgi svaraði því til að öðrum flokkum hafi ekki verið boðið að borðinu. Hann tók Bjarna hins vegar á orðinu og lýsti því yfir að áskoruninni yrði tekið. „Ég skal koma með tillögur Samfylkingarinnar sem lagðar voru fram á síðasta kjörtímabili og það sem við teljum mikilvægt,“ sagði hann.