General Motors frumsýndi fyrir stundu tilraunaútgáfu af rafbílnum Chevrolet Bolt. Samkvæmt upplýsingum frá GM á drægni Bolt að vera um 320 kílómetrar á hleðslunni og kosta frá 30 þúsund dölum.

Wall Street Journal og fleiri bandarískir miðlar greindur frá þessu í gær, en GM ætlaði að reyna að halda þessu leyndu til dagsins í dag. Fjölmiðlar vestanhafs telja bílinn settan til höfðus Model 3 frá Tesla sem á að koma á markað 2017, rétt eins og Bolt.

Elon Musk forstjóri Tesla sagði á fréttamannafundi á bílasýningunni í Detroit fyrir um tveimur tímum að stefna Tesla myndi ekki breytast vegna áforma annarra bílaframleiðenda.

Stærðarmunurinn á GM og Tesla er gríðarlegur. GM er annar stærsti bílaframleiðandi í heimi. Á hverjum degi framleiðir GM um 27 þúsund bíla, en Tesla um 90.