Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið skipuð í stjórn Icelandair Group, en hún hefur verið í varastjórn frá september 2010.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en Herdís Dröfn Fjeldsted er fjárfestingastjóri hjá Framtakssjóði Íslands.

Hún mun taka Auðar Finnbogadóttur sem sagði sig úr stjórninni í lok nóvember þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga.

Herdís Dröfn var fjárfestingagreinandi hjá Thule Investments frá 2004-2010. Hún er framkvæmdastjóri Vera ráðgjöf ehf og stjórnarformaður Wave Operations Ltd.

Herdís Dröfn er með BSc gráðu í viðskiptafræði og er löggildur verðbréfamiðlari. Herdís stundar nám í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík.