Kaupmáttur krónunnar hefur lækkað umtalsvert undanfarið, verðbólgan aukist, innlendir vextir hækkað og aðgengi að lánsfjármagni versnað, segir greiningardeild Glitnis. ?Við þessu bregðast heimilin nú og má sjá merki þess í útlánatölum bankanna. ?

Greiningardeildin segir að skuldir heimilanna við innlánsstofnannir væru tæplega 652 milljarðar króna í lok maí síðastliðnum, sem er 4,6% aukning frá mánuðinum á undan. ?Áhrif verðtryggingar og gengisþróunar krónunnar skýra stóran hluta þeirrar hækkunar. Skuldirnar er samt vaxandi að raungildi en mun hægar en áður," segir greiningardeildin.

Þá eru mestu skuldir heimilanna verðtryggð lán og námu 482 milljörðum króna í lok maí. ?Á eftir þeim koma yfirdráttarlánin sem aldrei hafa verið meiri eða ríflega 72 milljarðar króna. Gengisbundin lán nema þá 53 milljörðum króna og hafa þau aukist nokkuð hratt undanfarið bæði vegna gengislækkunar krónunnar og að því er virðist nokkrar sóknar í þau nú þegar gengi krónunnar er orðið talsvert lægra," segir greiningardeildin.