Alþingi samþykkti í gærkvöldi lagafrumvarp um að áfengisgjald á sterku víni hækki um 7% og tóbaksgjald hækki einnig um 7% og taka lögin þegar gildi. Í ljósi þessa telur greiningardeild Íslandsbanka ástæða til að endurskoða verðbólguspá fyrir desember. "Nú er útlit fyrir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða í stað 0,2% hækkunar eins og áður var spáð. Táknar þetta að verðbólgan mælist 3,7% í desember ef spáin gengur eftir," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Hagstofan mun birta vísitölu neysluverðs 10. desember næstkomandi.