Flestar vísitölur Evrópu eru rauðar við lokun í dag og hefur hækkun gærdagsins að mestu gengið til baka. Afkomuviðvaranir frá Daimler og Renault hafa ýtt undir svartsýni á mörkuðum og lækkun hrávöruverðs hefur valdið lækkun olíu- og námufyrirtækja.

Credit Suisse bankinn í Sviss hækkaði þó um 5,3% í dag eftir að hafa kynnt góða afkomu á 2. fjórðungi. Evrópska DJStoxx bankavísitalan lækkaði þó um 0,8% í dag.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,6%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 2,2% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,5%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,4% og í Sviss stóð SMI vísitalan í stað.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,0%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 2,6% og í Noregi lækkaði OBX vísitalan um 1,4%.