Hækkun varð á Wall Street í dag, en vikuleg hækkun á Bandaríkjamarkaði hefur ekki verið meiri en í þessari viku síðan 1974.

JPMorgan bankinn hækkaði um 9,7% eftir að hann tilkynnti um breytta skilmála á íbúðalánum fyrir 110 milljarða Bandaríkjadala og frestun lögtaks í íbúðum.

Kostnaður af millibankalánum í Bandaríkjadölum lækkaði einnig í kjölfar stýrivaxtalækkunnar bandaríska Seðlabankans og gengi bréfa Morgan Stanley hækkaði um 8,6% vegna þeirra tíðinda.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,3% í dag. Dow Jones hækkaði um 1,6% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,5%.

Olíuverð hækkaði um 2,9% í dag og kostar olíutunnan nú 67,9 Bandaríkjadali.