Hlutabréf í Asíu hækkuðu í dag eftir lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. DJ Asia-Pacific hækkaði um 2,6%, Nikkei Average í Tókýó um 0,5%, Hang Seng í Hong Kong um 0,9% og Shanghai Composite um 0,1%.

Eftir vaxtalækkunina í Bandaríkjunum lækkaði dalurinn gagnvart jeninu og hefur ekki verið lægri í 13 ár, að sögn Bloomberg. Þetta veldur útflytjendum í Japan erfiðleikum og bílaframleiðendur þar í landi lækkuðu til að mynda í kauphöllinni í Tókýó.

Þar sem Hong Kong dollarinn er festur við Bandaríkjadal lækkuðu stýrivextir í Hong Kong og eru nú 0,5%. Að sögn FT skýrir þetta hækkun hlutabréfa í Hong Kong.