Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag eftir miklar hækkanir í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Í Evrópu hafa markaðir hins vegar frekar lækkað í fyrstu viðskiptum, þó alls ekki allir.

Hækkunin í Asíu nemur 2,4% mælt með DJ Asia-Pacific vísitölunni. Japan leiddi hækkanir, en Nikkei 225 fór upp um 4,6%. Það voru fjármálafyrirtæki í Asíu sem fóru fremst í flokki í hækkunum dagsins, þar með talin HSBC og Mitsubishi UFJ Financial Group. Hækkunin kom í kjölfar yfirlýsingar frá forstjóra bandaríska bankans Citigroup um að bankinn hefði skilað jákvæðri arðsemi á fyrstu tveimur mánuðum ársins og að fjárhagsstaða bankans væri sterk, að sögn MarketWatch.