Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag á þeim mörkuðum sem voru opnir. Í Japan, S-Kóreu og Thailandi var lokað í dag vegna lögbundins frídags.

Þrátt fyrir það hækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 0,1% sem er þó ekki mikil hækkun en vísitalan hefur engu að síðu nú ekki verið hærri í tæplega fjóra mánuði eða frá 15. Janúar.

Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 0,5%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 0,5% og í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,1%.