Hlutabréf hafa hækkað í morgunsárið á mörkuðum í Evrópu eftir mikla hækkun í Asíu í dag.

Euronext 100 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 1,3% í dag en það er markaðurinn í Ósló sem leiðir hækkanirnar í álfunni. Sú hækkun kemur í kjölfar frétta um að norsk stjórnvöld hyggist grípa til olíusjóðsins til að örva hagkerfið.