Hlutabréf Apple fóru í dag yfir 300 dali á hlut í fyrsta sinn.  Því hefur hlutabréfaverð Apple ekki verið hærra frá upphafi eða í 34 ár, en félagið var stofnað 1. apríl 1976.

Hækkunin er rakin til væntinga um að ársfjórðungsuppgjör félagins, sem verður birt á mánudaginn, verði betra en spár hafa sagt til um hingað til.  Bæði er talið að sala á Iphone hafi aukist mikið og einnig hafi sala á Ipad verið umfram væntingar.